Jæja jamm og jæja. Loksins skrifa ég á ný. Það er helst að frétta að ég er búinn að versla hjól og hjóla nú til vinnu. Ég keypti fákinn sem heitir "Quick" í Europris og þurfti einungis að punga út 14900 krónur. Snilld að geta verslað í matinn og svo keypt farartæki til að koma matnum heim. Ég bíð spenntur eftir því að Europris bjóði upp á Eurobíl.
Sólrún varð tuttugu og uhmm á fimmtudag og við kokkuðum á línuna. Fylltum þrjá kjúklinga og alles. Frekar gott allt saman. Sólrún fékk glæsilegan blómvönd frá foreldrum og systkinum og ég gaf henni giftingarhring í stað þess sem tapaðist í flutningunum.
Alexander fór í sveitina með frænku sinni um helgina og er í toppstuði. Hann talaði víst alla leiðina austur. Frekar skrítið að hafa hann ekki hérna heima og við söknuðum hans strax og hann settist upp í bíl frænku sinnar.
Á mánudag fer pilturinn svo á námskeið hjá Fylki í tvær vikur.
Ég er núna á fullu að leita að námi úti og er satt að segja orðinn frekar stressaður á þessu öllu saman. En ég er búinn að finna samt einar tvær námsbrautir í Sönderborg sem eru áhugaverðar. Meira um það síðar.
Svo má ekki gleyma að ég skellti mér á fótboltaleik með Keflavík á Víkingsvelli. Mínir menn voru nú frekar daprir en uppskáru samt jafntefli. Reyndar eru Keflvíkingar með dúndurgott lið en virtust ætla að bara að hanga á jafntefli.
Nú fyrst ég er farinn að spjalla um sport þá eru ansi merkilegir hlutir að gerast í henni Ameríku. Karl Malone sem hefur haft um 1 og hálfan milljarð!!! í tekjur á ári hjá Utah Jazz hefur ákveðið að flytja sig um set til Los Angeles og spila fyrir einungis 118 milljónir til að eiga meiri séns á að krækja í það sem hrokagikkirnir í Ameríku kalla heimsmeistaratitil í körfubolta eða NBA titil.
Svo að lokum má nefna það að til heiðurs Helga läkere erum við Sólrún að horfa á sænska spennumynd.
kveðja í bili.
Arnar
Sólrún varð tuttugu og uhmm á fimmtudag og við kokkuðum á línuna. Fylltum þrjá kjúklinga og alles. Frekar gott allt saman. Sólrún fékk glæsilegan blómvönd frá foreldrum og systkinum og ég gaf henni giftingarhring í stað þess sem tapaðist í flutningunum.
Alexander fór í sveitina með frænku sinni um helgina og er í toppstuði. Hann talaði víst alla leiðina austur. Frekar skrítið að hafa hann ekki hérna heima og við söknuðum hans strax og hann settist upp í bíl frænku sinnar.
Á mánudag fer pilturinn svo á námskeið hjá Fylki í tvær vikur.
Ég er núna á fullu að leita að námi úti og er satt að segja orðinn frekar stressaður á þessu öllu saman. En ég er búinn að finna samt einar tvær námsbrautir í Sönderborg sem eru áhugaverðar. Meira um það síðar.
Svo má ekki gleyma að ég skellti mér á fótboltaleik með Keflavík á Víkingsvelli. Mínir menn voru nú frekar daprir en uppskáru samt jafntefli. Reyndar eru Keflvíkingar með dúndurgott lið en virtust ætla að bara að hanga á jafntefli.
Nú fyrst ég er farinn að spjalla um sport þá eru ansi merkilegir hlutir að gerast í henni Ameríku. Karl Malone sem hefur haft um 1 og hálfan milljarð!!! í tekjur á ári hjá Utah Jazz hefur ákveðið að flytja sig um set til Los Angeles og spila fyrir einungis 118 milljónir til að eiga meiri séns á að krækja í það sem hrokagikkirnir í Ameríku kalla heimsmeistaratitil í körfubolta eða NBA titil.
Svo að lokum má nefna það að til heiðurs Helga läkere erum við Sólrún að horfa á sænska spennumynd.
kveðja í bili.
Arnar
Ummæli